Verðlaunahundur kallaður til

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum hafa bændur í Þingeyjarsýslum unnið að því undanfarnar vikur að bjarga fé úr sjálfheldu og fön eftir óveðrið sem gekk yfir Norðurlandið í byrjun september. Veðrið hefur lagast töluvert frá þeim tíma og á hverjum degi finnast  kindur á lífi sem betur fer. Í gær fréttist meðal annars af tveimur lömbum sem voru komin niður fyrir snjólínuna á nokkuð öruggt svæði við Botnsvatnið sem liggur fyrir ofan Húsavík, það er í svokölluðum Krubbskálum. Þar sem aðstæður voru mjög erfiðar var Elísabet Gunnarsdóttir frá Daðastöðum kölluð til með tíkina Skottu sem er fjárhundur af bestu gerð enda margverðlaunuð á því sviði. Vel gekk að ná lömbunum með hjálp Skottu sem stóð sig afar vel og tók hún skipunum Lísu af mikilli ábyrgð enda Lísa greinilega frábær hundaþjálfari. Hér koma skemmtilegar myndir úr leiðangrinum.


Lömbin fundinn í kjarri í bröttum hlíðum Krubbsins við mjög erfiðar aðstæður.

 
Þið náið okkur ekki, það er alveg á hreinu!!


Lísa og Skotta gera sig klárar fyrir aðgerðina.


Það var mikil unun að fylgjast með Lísu og Skottu eiga við lömbin sem voru þó nokkuð vilt í upphafi enda að koma úr heiðinni eftir hragningar.


Hér hefur Skotta fangað lömbin sem eru hin rólegustu.


Sérþjálfaðir leitarmenn horðu rólegir á þegar Skotta gómaði lömbin með stæl. Hér má sjá Valgerði, Grím og Ágúst.


Verkefninu lokið. Grímur Kárason hefur hér handsamað lömbin eftir góða heimavinnu Skottu. Lömbin reyndust vera úr Vogum í Kelduhverfi.

Deila á