Sjómannadeild Framsýnar stóð fyrir kynningarfundi í gær um kjarasamning félagsins og Landssambands smábátasjómanna sem undirritaður var 31. ágúst. Atkvæðagreiðsla um samninginn er hafin og stendur til næsta mánudags. Rétt er að hvetja þá sjómenn sem ekki hafa þegar greitt atkvæði að gera það nú þegar. Hægt er að kjósa á Skrifstofu stéttarfélaganna.