Allt að gerast – matsáætlun í gangi

Nú stendur yfir kynning á drögum að tillögu að matsáætlun vegna fyrirhugaðrar 25 000 tonna kísilkarbíðverksmiðju Saint Gobain á Bakka við Húsavík. Drögin má nálgast hér . Kynningin stendur yfir til 4. október nk. Óskað er eftir að drög að tillögu að matsáætlun verði tekin til athugunar. Hægt er að koma ábendingum og athugasemdum á framfæri til Verkís, sendist á umhverfismal@verkis.is, eða í pósti, Verkís hf. b.t. Þórhildar Guðmundsdóttur, Ármúla 4, 108 Reykjavík. (nordurthing.is)

Deila á