Okkar menn sigruðu það er Rauða Eldingin

Kjarnafæðideildinni lauk á fimmtudaginn með úrslitaleik í Boganum á Akureyri.  Rauða Eldingin sem skipuð er að mestu leikmönnum frá Húsavík og nærsveitum sigraði þá Jankovic United 4 – 1 í úrslitaleik um gullið. Frábær árangur hjá drengjunum en Framsýn kom að því að styrkja þá með búningakaupum ásamt öðrum styrktaraðilum.  Til hamingju drengir!!

Þeir stóðu sig vel drengirnir í Rauðu Eldingunni en þeir sigruðu í Kjarafæðideildinni síðasta fimmtudag en mótið hefur staðið yfir í sumar. Að þeirra sögn tóku 16 lið þátt í mótinu frá Norðurlandi.

Deila á