Þá er komið að því. Fimmta átthagamót Torgara verður haldið laugardaginn næsta, 25. ágúst. Torgarar nær og fjær eru hvattir til að mæta. Eins og ávalt er kennir þar ýmissa grasa.Hér má sjá 6. tölublað Fréttabréfs Átthagafélags Torgara með dagskrá laugardagsins sem og gagnlegum upplýsingum um hátíðina.