„Ég kem bara brosandi úr Lundey og hlakka til að takast á við ný verkefni og þjónusta Þingeyinga á sviði viðskiptalögfræði“, segir Katý Bjarnadóttir viðskiptalögfræðingur sem var að koma sér fyrir í félagsaðstöðu stéttarfélaganna í gær.
Katý hóf nýverið rekstur á eigin viðskiptalögfræðistofu, en hún bíður einstaklingum, stofnunum og fyrirtækjum upp á víðtaka þjónustu og ráðgjöf á því sviði, m.a. aðstoð við skattamál, framtalsgerð, samskipti við skattyfirvöld, uppgjör og frágang á dánarbúum, gerð erfðaskráa og kaupmála og margskonar annarri ráðgjöf, þjónustu og skjalagerð. Hún hefur hreiðrað um sig í Hrunabúð í Félagsaðstöðu stéttarfélaganna og verður þar með fasta viðveru kl. 11:00-15:00 á mánudögum, næstu mánuði. Hægt er að ná í Katý alla virka daga í síma 864-0029 og með tölvupósti á katybjarna@gmail.com.
Katý er fædd og uppalin á Tjörnesi, hefur lokið námi í viðskiptalögfræði frá Bifröst með sérhæfingu í skattastjórnsýslu. Hún hefur einnig stundað nám í lögfræði við Háskólann á Akureyri. Hún hefur fjölþætta starfsreynslu, m.a. á úr atvinnulífinu í Þingeyjarsýslum og síðustu ár hefur hún starfað á Sýsluskrifstofunni á Húsavík.
Stéttarfélögin hafa samið um afslátt á þjónustu Katýar fyrir félagsmenn sína.
Mynd: Katý Bjarnadóttir viðskiptalögfræðingur, hefur hafið starfsemi á Húsavík