Í hverjum mánuði greiðir Framsýn félagsmönnum styrki eða bætur vegna veikinda, slysa eða fyrirbyggjandi aðgerða varðandi heilsufar. Í dag var úthlutað alls tæpum tveimur milljónum til félagsmanna vegna júlí mánaðar. Það er kr. 1.321.529 í sjúkradagpeninga og kr. 613.102 í aðra styrki s.s. vegna kaupa félagsmanna á gleraugum, heyrnartækjum og í niðurgreiðslur vegna sjúkraþjálfunar, heilsuræktar og laseraðgerða. Á síðasta ári voru greiddar rúmlega 20 milljónir í þessa styrki. Á þessu má sjá að það er gott öryggisnet að vera félagsmaður í Framsýn sem er umhugað um sína félagsmenn.