Gervigrasið klárt eftir 10 daga

Vinna við gervigrasvöllinn á Húsavík gengur vel. Um helgina var unnið að því að leggja grasið á völlinn. Að sögn þeirra sem sjá um að ganga frá grasinu ætti völlurinn að vera klár eftir 10 daga enda verði veðrið hagstætt. Völlurinn verður mjög glæsilegur með nýjasta grasinu á markaðinum sem gerir völlinn væntanlega besta gervigrasvöll landsins. Sjá myndir.

Það er vandasamt verk að leggja grasið á völlinn.

Vel gekk að leggja grasið um helgina.

Tvær gamlar hetjur úr boltanum komu til að skoða völlinn á laugardaginn. Björn Olgeirsson sem lengi spilaði með Völsungi og Ragnar Þór Jónsson einn helsti markaskorari í Geisla á Aðaldal hér á árum áður.

Það eru margir sem koma að framkvæmdinni. Hér er Stefán á Rein að bera á handriðið.

Þessar ungu stúlkur hjálpuðu einnig til við að bera á handriðið.

 Sá þekkti spjótkastari, Sigurður Einarsson, stjórnaði verkinu um helgina, það er lagningu á gervigrasinu á nýja völlinn á Húsavík sem væntanlega verður klár á næstu vikum.

Deila á