Félagsmenn ánægðir með Þorrasali

Full ástæða er fyrir félagsmenn Framsýnar og Þingiðnar að gleðjast yfir fjórum nýjum íbúðum félaganna sem teknar voru formlega í notkun í dag. Eins og fram hefur komið eru þær í Þorrasölum í Kópavogi. Það sem félögin horfðu sérstaklega til þegar ákveðið var að fjárfesta í Kópavogi  var að íbúðirnar eru á fallegum og rólegum stað, það er við útivistarsvæði höfuðborgarbúa. Þá eru þær miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu og því stutt í alla þjónustu og verslun. Sem dæmi má nefna að Smáralind, Salalaug, Nettó, Bónus, Rúmfatalagerinn, Lyfja, Elkó, Krónan, Dóminós, Samkaup og Apótekarinn eru nánast í göngufæri frá íbúðunum. Þá var auk þess mun hagstæðara að fjárfesta í íbúðum í Kópavogi en í Reykjavík félagsmönnum Framsýnar og Þingiðnar til hagsbóta.

Rafn Líndal og frú tóku við blómum frá stéttarfélögunum fyrir hönd foreldra Rafns sem fengu íbúðina til afnota í vikunni.

Steini Hreiðars og Gurra voru ánægð með nýju íbúðina. Hér eru þau ásamt syni, tengdadóttir og barnabarni en þau hafa dvalið síðustu daga í íbúðinni. Í dag koma síðan gestir í hinar tvær íbúðirnar í Þorrasölum.

Deila á