Þing ASÍ-UNG verður haldið föstudaginn 14. september nk. í Reykjavík. ASÍ-UNG er samráðsvettvangur fyrir ungt fólk á aldrinum 18-35 innan Alþýðusambands Íslands. Markmið með stofnun ASÍ-UNG er að efla starf ungs fólks í verkalýðshreyfingunni og auka þekkingu og skyldur ungs launafólks á verkefnum verkalýðshreyfingarinnar og réttindum á vinnumarkaði. Framsýn, Þingiðn og Verkalýðsfélag Þórshafnar eiga rétt á að senda einn fulltrúa á þingið, það er hvert félag. Þeir félagsmenn sem eru á aldrinum 18-35 ára og áhuga hafa á því að fara á þingið fh. félaganna eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við skrifstofur félaganna á Húsavík og Þórshöfn.