Áhugasamir unglingar á ferð

Rétt í þessu var að ljúka kynningu á starfsemi stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum fyrir unglinga á Kópaskeri og Raufarhöfn sem gerðu sér sérstaka ferð til Húsavíkur til að kynna sér málin. Líkt og í morgun var síðan grillað fyrir gestina og þeim gefin bolur frá Framsýn. Þá var að endingu farið í leiki sem gestirnir höfðu gaman af.

Nemendur frá Kópaskeri og Raufarhöfn gera sig klára til að hlýða á fulltrúa stéttarfélaganna fræða þá um vinnumarkaðsmál og starfsemi stéttarfélaga.

Það var stundum ástæða til að brosa undir fyrirlestrinum um starfsemi stéttarfélaga.

Hvað er betra en pylsa með öllu og kók?

Þessi ungu piltar frá Raufarhöfn voru í svaka stuði í dag.

Starfsmenn Skrifstofu stéttarfélaganna mettuðu „þúsundir“ í dag.

Flokksstjórarnir fóru á kostum en heimsókn gestanna frá Raufarhöfn og Kópaskeri til stéttarfélaganna í dag lauk með samkvæmisleikjum.

Þessir voru ekki eins lifandi og flokksstjórarnir í samkvæmisleikjunum.

Deila á