Þessir ungu menn voru að gera allt klárt á föstudaginn svo smiðir gætu komið og gengið frá verönd við íbúð Framsýnar sem er á jarðhæð í Þorrasölum. Hún verður með góðu útivistarsvæði. Aðrar íbúðir Framsýnar eru á annarri hæð. Þá er íbúð Þingiðnar á þriðju hæð. Íbúðirnar eru klárar eins og fram hefur komið á heimasíðunni en næstu tvo mánuðina verður unnið að því að ganga frá blokkinni að utan sem og lóðinni.
Þeir voru ánægðir með sig, ungu mennirnir, sem voru að undirbúa sökkla fyrir verönd á íbúð Framsýnar sem er á jarðhæð í Þorrasölum.