Síðasta þriðjudag afhentu Leigugarðar ehf. stéttarfélögunum í Þingeyjarsýslum fjórar nýjar íbúðir í Þorrasölum í Kópavogi. Íbúðirnar eru 80 til 100 fm2. Það var Ágúst Friðgeirsson framkvæmdastjóri Leigugarða sem afhenti fulltrúum Þingiðnar og Framsýnar íbúðirnar sem eru afar glæsilegar á fallegum stað í Kópavogi. Reiknað er með að íbúðirnar fari í útleigu í lok júlí en unnið er að því að standsetja þær að innan svo hægt verði að koma þeim í leigu sem fyrst.
Formaður Framsýnar tók við lyklum að íbúð Framsýnar á jarðhæð.
Stjórnarmennirnir, Kristbjörg og Kristrún tóku við lyklum af tveimur íbúðum Framsýnar sem eru á annarri hæð.
Jónas Kristjánsson formaður Þingiðnar tók við lyklum af íbúð félagsins á þriðju hæð.