Nýjar íbúðir Þingiðnar og Framsýnar í Þorrasölum í Kópavogi verða afhentar um miðja næstu viku. Það þýðir að þær verða klárar til leigu síðar í þessum mánuði en unnið er að því að kaupa inn í íbúðirnar húsgögn, tæki og annan staðlaðan búnað sem þarf að vera til staðar í íbúðunum sem eru fjórar. Sjá myndir sem teknar voru í gær:
Iðnaðarmenn eru á fullu að ganga frá hurðum, ljósum og listum svo allt verði klárt í næstu viku.
Byrjað er að setja upp innréttingar sem koma vel út.
Jónas Kristjánsson formaður Þingiðnar er hér með Gísla „okkar“ Stefánssyni sem er einn af þeim iðnaðarmönnum sem komið hefur að því að ganga frá íbúðum stéttarfélaganna.
Það er greinilega bæði gefandi og gaman að vinna fyrir stéttarfélögin.
Allt rusl sem kemur frá gestum sem dvelja í íbúðum stéttarfélaganna verður flokkað.