Atvinnuástandið á félagssvæði Framsýnar hefur frekar farið batnandi frá hruni. Það sýna tölur Vinnumálastofnunar. Um þessar mundir eru 76 atvinnuleitendur á skrá hjá Vinnumálastofnun á félagssvæði Framsýnar. Atvinnuleysi á Norðurlandi-eystra var um 4,6% í apríl en var á sama tíma árið 2009 um 8,3%. Samkvæmt fyrirliggjandi upplýsingum erum við á réttri leið.
Félagsmenn Framsýnar fengu greiddar kr. 147.626.658,- í atvinnuleysisbætur og mótframlög frá Vinnumálastofnun á síðasta ári. Sambærilegar tölur fyrir árið 2010 eru kr. 176.741.379,- . Eins og sjá má lækkuðu greiðslurnar um 29 milljónir milli ára sem eru mjög jákvæðar fréttir.