Á fundi stjórnar Framsýnar fyrir helgina var samþykkt að færa Sjóminjasafninu á Húsavík kr. 150.000 til viðhalds á gömlum trébátum sem eru til sýnis á safninu. Upphæðin er ætluð sem framlag upp í viðgerðir og málningu á bátum á útisvæði safnsins sem komnir eru á verulegt viðhald. Safnið leitar nú leiða til að fjármagna kostnaðarsamt viðhald minja um sjósókn og skipasmíðar í Þingeyjarsýslum.
Þegar hafa safnast um 400 þúsund í verkefnið. Formaður Framsýnar afhendi forstöðumanni safnsins, Sif Jóhannesdóttir, styrkinn í morgun en safnið hafði áður leitað til félagsins eftir framlagi til að takast á við verkefnið sem er eins og fram hefur komið mjög kostnaðarsamt.
Sif Jóhannesdóttir tók við styrknum í morgun og þakkaði Framsýn fyrir framlagið sem kæmi að góðum notum. Til stendur að ráðast í viðhald á bátunum síðar í sumar.