Deild verslunar og skrifstofufólks innan Framsýnar býður starfsfólki í verslunum upp á námskeið í þjónustu og framkomu miðvikudaginn 13. júní nk. Skráning er nauðsynleg, sjá tímasetningar hér:
Námskeiðið, sem er 2 klst., er án endurgjalds og boðið er upp á tvær tímasetningar, frá kl. 08:15-10:15 og frá 10:30 – 12:30.
Skráning er nauðsynleg og fer fram fyrir fyrir hádegi mánudaginn 11. júní hjá Jónínu í síma 464-6605 eða á netfangið: nina@framsyn.is. Námskeiðið verður haldið í sal stéttarfelaganna að Garðarsbraut 26.