Fulltrúar Framsýnar funduðu í gær hjá ríkissáttasemjara með forsvarsmönnum Landssambands smábátaeigenda. Farið var yfir stöðuna í viðræðum aðila um nýjan kjarasamning. Samþykkt var að halda viðræðum áfram á næstu dögum. Sérstakur vinnuhópur mun fara yfir drög að samningi í næstu viku áður en fundað verður svo aftur hjá ríkissáttasemjara. Að sögn talsmanna sjómanna innan Framsýnar er vilji hjá báðum samningsaðilum til að klára samningaviðræðurnar. Þó er ljóst að deilur stjórnvalda og sjávarútvegsfyrirtækjanna í landinu um nýju kvótafrumvörpin tefja viðræðurnar.