Samherji hefur ákveðið að greiða starfsmönnum fyrirtækisins auka orlofsuppbót. Samkvæmt kjarasamningi Samtaka atvinnulífsins og Starfsgreinasambands Íslands er orlofsuppbót til starfsmanna árið 2012 kr. 27.800,-. Samherji hefur ákveðið að hækka upphæðina um kr. 72.200,- og greiða starfsmönnum í landi kr. 100.000,- með launum í maí. Það er til starfsmanna sem voru í starfi hjá fyrirtækinu 2. maí sl. Greiðslan er miðuð við fullt starf sl. 12 mánuði.