Aldrei slakað á í starfi Framsýnar

Það er aldrei slakað á í starfi Framsýnar. Sérstakur vinnuhópur kom saman fyrir helgina og fór yfir drög að nýrri stefnu ASÍ í lífeyrismálum. Hópurinn gekk frá tillögum/athugsemdum félagsins við hugmyndir Alþýðusambandsins. Tillögunum  verður komið á framfæri við Starfsgreinasamband Íslands sem fór þess á leit við aðildarfélög sambandsins að þau kæmu á framfæri athugsemdum/tillögum, ef þau hefðu þær, við hugmyndir ASÍ. Vinnuhópur Framsýnar vann metnaðarfullar tillögur sem verður komið á framfæri við Starfsgreinasambandið á morgun. Starfsgreinasambandið mun svo vinna upp úr tillögum aðildarfélaganna og fylgja þeim eftir innan Alþýðusambandsins.

Það urðu góðar og málefnalegar umræður um lífeyrirsmál á fundi vinnuhóps Framsýnar um nýja stefnu ASÍ í lífeyrismálum. Hugmyndum vinnuhópsins verður komið á framfæri við Starfsgreinasambandið eftir helgina.

Deila á