Aðalfundur í skugga Eurovision

Aðalfundur Starfsmannafélags Húsavíkur var haldinn þriðjudaginn 22. maí á Veitingastaðnum Sölku. Fundarsókn var ekki góð miðað við mætingu á aðalfundi félagsins undanfarin ár. Þess má geta að hin margrómaða Eurovision forkeppni var í gangi á sama tíma og aðalfundurinn fór fram, sem skýrir væntanlega lélega mætingu. Aðeins 16 félagsmenn komu á fundinn og tóku þátt í góðum umræðum um starfsemi og rekstur félagsins á árinu 2011.

Formaður, Stefán Stefánsson, fór yfir starfsemina frá síðasta aðalfundi sem haldinn var fyrir 6 mánuðum síðan þannig að sú yfirreið var ekki í löngu máli.

Orri Freyr starfsmaður félagsins fór síðan yfir reikninga félagsins og útskýrði þá fyrir félagsmönnum og var sú yfirferð góð að mati fundarmanna. Ársreikningarnir og skýrsla formanns voru síðan til umræðu og afgreiðslu á fundinum.

Eftir það var gengið til kosninga samkvæmt lögum félagsins. Ekki urðu breytingar á fulltrúum í stjórn eða nefndum á vegum félagsins fyrir næsta starfsár. Hægt er að skoða hverjir sitja í trúnaðarstöðum fyrir félagið inn á heimasíðu félagsins, framsyn.is.

Eftir venjuleg aðalfundarstörf var farið yfir stöðu mála á Eiðum og einnig rætt um stöðu Samflots Bæjarstarfsmanna og starfsemina og hvað mætti bæta þar.

Boðið var upp á kaffi og meðlæti sem menn nýttu sér. Að sjálfsögðu spjölluðu menn einnig um daginn og veginn í lok fundar en honum var slitið um kl. 21.30

Deila á