Kaffiboð Framsýnar á Raufarhöfn

Hið árlega kaffiboð Framsýnar verður á Raufarhöfn föstudaginn 1. júní í Kaffi Ljósfangi. Boðið verður upp á frábært kaffi og tertur eins og þær gerast bestar norðan Alpafjalla. Opið hús verður frá kl. 16:00 til 18:00. Raufarhafnarbúar og aðrir gestir eru velkomnir í Kaffi Ljósfang þar sem stuðið verður að sjálfsögðu í aðdraganda Sjómannadagsins. Fulltrúar Framsýnar verða á staðnum og þjóna gestum eftir bestu getu.

Mikil ánægja hefur verið með framtak Framsýnar að bjóða Raufarhafnarbúum og gestum upp á kaffiveitingar í aðdraganda Sjómannadagsins. Framsýn verður með opið hús á Raufarhöfn 1. júní í Kaffi Ljósfangi. Allir eru að sjálfsögðu velkomnir.

Deila á