Sjómannadeild Framsýnar kom saman til fundar á miðvikudaginn. Nokkur mál voru á dagskrá fundarins. Meðal málefna sem tekin voru fyrir var heiðrun sjómanna á Sjómannadaginn. Sjómannadeildinni var falið fyrir tveimur árum að taka að sér heiðranir á Sjómanndaginn. Deildin vinnur nú að því að velja tvo heiðursmenn til að heiðra á Sjómannadaginn sem í ár ber upp á sunnudaginn 3. júní.