Formaður Framsýnar fór í vinnustaðaheimsókn í þjónustumiðstöð Vegargerðarinnar á Húsavík á mánudaginn. Þar starfa öflugir og magnaðir menn. Á fundinum var m.a. farið yfir kjaramál og stofnanasamning sem gildir fyrir starfmenn Vegagerðarinnar um land allt. Til stendur að fulltrúar Starfsgreinasambands Íslands, sem Framsýn er aðili að, og Vegagerðarinnar fundi eftir helgina í Reykjavík. Tilgangur fundarins er að fara yfir kjör starfsmanna og munu fulltrúar Framsýnar sækja þann fund.