Aðalfundur Orlofsbyggðarinnar á Illugastöðum sem er í eigu stéttarfélaga víða um land fór fram í dag á Illugastöðum í fallegu veðri enda alltaf gott veður í dalnum góða að sögn heimamanna. Fram kom að reksturinn á síðasta reikningsári gekk vel. Framkvæmdum var haldið í lágmarki á svæðinu samkvæmt ákvörðun eigenda. Mikill áhugi er meðal eigenda að efla byggðina enn þá frekar á komandi árum. Framsýn- stéttarfélag á eitt hús á staðnum og voru fulltrúar félagsins á fundinum í dag. Formaður stjórnar orlofsbyggðarinnar er Hákon Hákonarson frá Akureyri.