Mikil lífsgæði að hafa flug til Húsavíkur

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum hefur Flugfélagið Ernir hafið áætlunarflug frá Reykjavík til Húsavíkur. Flogið er fjóra daga í viku. Formaður Framsýnar var meðal farþega í gær en hann var á fundum í Reykjavík á mánudaginn. Að sögn Aðalsteins er það virkilega gleðilegt að hafið sé áætlunarflug á ný til Húsavíkur. Það muni án efa auka aðgengi ferðamanna að svæðinu, auk þess sem menn eins og hann sem þurfi vegna vinnunnar að vera mikið á ferðinni milli landshluta, komi til með að nýta  sér flugið frá Húsavík. Í því felist bæði tíma- og fjárhagslegur sparnaður. Hann hvetur heimamenn til að nýta sér þennan nýja ferðamáta frá Húsavík og stuðla þannig að því að flugið festist í sessi en flugfélagið hefur sett upp áætlun fram á haustið. 

Rúnar Óskarsson og Jón Helgi Björnsson voru meðal farþega í gær.

Það er persónuleg og góð þjónusta hjá flugfélaginu.

Flogið yfir Eyjafjörðin á leiðinni til Húsavíkur.

Guðmundur Karl hefur lengi verið viðloðandi flug um Húsavíkurflugvöll. Hér er hann að gera klárt fyrir flug til Reykjavíkur á ný eftir að farþegar frá Reykjavík voru farnir frá borði.

Röðull Reyr er svo að sjálfsögðu aðalmaðurinn á flugvellinum á Húsavík og sér um að allir komist um borð sem á annað borð hafa gengið frá sínum málum varðandi flugið.

Deila á