Starfsgreinasamband Íslands sem Framsýn er aðili að hefur sent inn umsögn við frumvörpum stjórnvalda um stjórn fiskveiða og veiðigjald. Vegna þess hvað frumvörpin eru nátengd var aðeins sent inn ein umsögn um bæði frumvörpin. Innan fjölmennra samtaka eins og SGS hafa verið mjög skiptar skoðanir um þessi frumvörp og hver áhrif þeirra verða á fiskvinnslufólk og byggðir landsins. SGS telur margt jákvætt í frumvörpunum. Engu að síður þarf að gera töluverðar breytingar á þeim, ef koma á í veg fyrir neikvæð áhrif þeirra á fiskvinnslufólk. Ef tekið verður tillit til hagsmunaaðila eiga frumvörpin að geta skapað grunn að breiðri sátt í samfélaginu, sem um leið skapar stöðugleika og festu í atvinnulífinu.
Umsögn SGS má finna hér.