Undirbúningur vegna 1. maí hátíðarhaldanna á Húsavík er í fullum gangi. Jógvan, Friðrik Ómar og Einar Georg hafa allir boðað komu sína. Dagskráin er nánast klár. Fyrir liggur að Steingrímur Hallgrímsson mun spila Internasjónalinn/alþýðusöng verkalýðsins í upphafi. Síðan mun Elín Björg Jónsdóttir formaður BSRB sem jafnframt er ættuð frá Húsavík flytja hátíðarræðu dagsins. Karlakórinn Hreimur verður á svæðinu og flytur nokkur lög en kórinn fór á kostum á nýlegum vorfagnaði.
Færeyingurinn Jógvan Hansen mun syngja einn og sér og með kórnum nokkur góð lög. Einar Georg Einarsson verður með grín dagsins og að lokum mun Friðrik Ómar heiðra samkomuna með söng og undirspili sem og Ruth Ragnarsdóttir. Öllum gestum verður síðan boðið upp á hefðbundnar kaffiveitingar. Dagskráin hefst kl. 14:00 í Íþróttahöllinni á Húsavík. Að sjálfsögðu eru allir velkomnir á þessu frábæru baráttu- og hátíðarsamkomu stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum.
Fjöldi fólks mun væntanlega leggja leið sína í höllina 1. maí. Boðið verður upp á frábær skemmtiatriði.