Ruth Ragnarsdóttir frá Húsavík er komin áfram í úrslit Söngvakeppni Framhaldsskólanna en kosning hefur staðið yfir á netinu undanfarna daga. Ruth sigraði áður í forkeppni Framhaldsskólans á Húsavík. Alls börðust 32 framhaldsskólar á Íslandi um að komast í lokaúrslitin sem fram fara í Valsheimilinu næsta laugardag. Þar munu fulltrúar frá tólf skólum berjast um sigurinn í þessari vinsælu keppni. Samkvæmt heimildum heimasíðu stéttarfélaganna verður bein útsending frá keppninni í Ríkissjónvarpinu og á Rás 2. Til viðbótar má geta þess að þessi glæsilegi fulltrúi Þingeyinga mun koma fram á hátíðarhöldunum á Húsavík 1. maí. Áfram Ruth!! (mynd Haffi)