Verkalýðsfélag Þórshafnar hefur fest kaup á sumarbústað í Kjarnaskógi, Götu norðurljósanna númer 3, sem var í eigu Sparisjóðs Þórshafnar og nágrennis. Þetta er kærkomin viðbót en VÞ átti fyrir bústað nr.10 við sömu götu, sem hefur verið mjög vel nýttur af félagsmönnum. Í viðtali við heimasíðuna segist formaður félagsins Svala Sævarsdóttir vera ánægð með kaupin og óskar félagsmönnum til hamingju með nýja bústaðinn.