Elín Björg ræðumaður 1. maí

1. maínefnd stéttarfélaganna kom saman í hádeginu í dag vegna undirbúnings hátíðarhaldanna 1. maí. Hátíðarhöldin á Húsavík hafa verið ein þau fjölmennustu sem haldinn eru á þessum merka degi á Íslandi, baráttudegi verkafólks. Um 700 til 1000 manns hafa komið í höllina á Húsavík þar sem hátíðarhöldin hafa verið haldin síðustu ár. Fyrir liggur að formaður BSRB Elín Björg Jónsdóttir sem ættuð er frá Húsavík verður ræðumaður dagsins. Aðrir dagskrárliðir eru í vinnslu.

Deila á