Um helgina verður gengið frá Fréttabréfi með orlofskostum sumarið 2012. Að venju verða mörg hús í boði víða um land. Umsóknarfrestur um orlofshús verður til 10. apríl. Fréttabréfið er væntanlegt til lesenda í lok næstu viku. Upplýsingar um orlofskostina og umsóknareyðublað verður einnig aðgengilegt á heimasíðu stéttarfélaganna undir orlofsmál og ferðir.