Brjálað að gera á Þórshöfn

Það hefur verið mikið líf á Þórshöfn í vetur enda hafa veiðar á uppsjávarfiski gengið mjög vel. Mikil vinna hefur því verið hjá Ísfélaginu sem er með öfluga atvinnustarfsemi á staðnum. Jafnframt hefur mikið verið að gera hjá þjónustufyrirtækjum tengdum sjávarútvegi og vinnslu á Þórshöfn.

Þá eru hafnar framkvæmdir við 900 fm. viðbyggingu við húsnæði Ísfélags Vestmannaeyja á Þórshöfn. Þar verður m.a. afkastamikill lausfrystir og rými fyrir umbúðir. Sem sagt, það er bullandi uppgangur á Þórshöfn. 

Það hefur verið brjálað að gera á Þórshöfn undanfarið. Þessi mynd var tekin á dögunum þegar hrognavinnsla var í fullum gangi hjá Ísfélagi Vestmannaeyja á Þórshöfn.

Deila á