Félagar í STH, opinn sjóðfélagafundur

Nokkrir lífeyrissjóðir starfsmanna sveitarfélaga hafa ákveðið að boða til sameiginlegs sjóðfélagafundar á Grand Hótel Reykjavík þann 13. mars. Meðal sjóðanna er Lífeyrissjóður starfsmanna Húsavíkurkaupstaðar. Sjá auglýsingu:

Lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga

Lífeyrissjóður starfsmanna Reykjavíkurborgar

Lífeyrissjóður starfsmanna Kópavogsbæjar

Lífeyrissjóður Akraneskaupstaðar

Lífeyrissjóður starfsmanna Húsavíkurkaupstaðar

Lífeyrissjóður Neskaupstaðar

boða til sameiginlegs sjóðfélagafundar á Grand Hótel Reykjavík við Sigtún þann 13. mars nk. kl. 17.00.

Farið verður yfir rekstur og afkomu Lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga og lífeyrissjóða í hans rekstri í ljósi nýútkominnar skýrslu Landssamtaka lífeyrissjóða um úttekt á fjárfestingastefnu, ákvarðanatöku og lagalegu umhverfi lífeyrissjóðanna í aðdraganda bankahrunsins 2008.

Sjóðfélagar eru hvattir til að mæta á fundinn.

Nánari upplýsingar og dagskrá verður birt síðar á heimasíðu Lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga: www.lss.is og verður þar krækja  þar sem hægt verður að fylgjast beint með fundinum.

Þann 13. mars, kl. 17.00 verður hægt að fylgjast með fundinum beint á slóðinni:
http://www.samband.is/um-okkur/sjodfelagafundur-lss/

 Stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga

Deila á