Aðalsteinn gestur Búnaðarþings

Búnaðarþing verður sett á sunnudaginn í Súlnasal Hótels Sögu kl. 13:30. Þingið mun standa yfir í nokkra daga. Formanni Framsýnar, Aðalsteini Árna ásamt maka, hefur verið boðið á setninguna. Við setninguna mun Haraldur Benediktsson formaður Bændasamtaka Íslands og Steingrímur J. Sigfússon sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra flytja ávörp. Steingrímur mun jafnframt veita landbúnaðarverðlaunin. Þá mun Hundur í óskilum og Strengjakvartettinn Hugo koma fram. Bændur munu svo fjalla um sín mál næstu daga. Í því samband má geta þess að formaður Framsýnar hefur verið beðinn um að taka þátt í einum af þeim málefnahópum sem verður starfandi á þinginu og snertir landbúnað á Íslandi. Hóparnir verða við störf á mánudaginn.

Íslenskir bændur munu fjalla um sín mál á Búnaðarþingi sem hefst í Reykjavík á sunnudaginn.

Deila á