Fulltrúar Framsýnar og Þingiðnar skrifuðu undir samning í gær um kaup stéttarfélaganna á fjórum íbúðum í Þorrasölum í Kópavogi. Íbúðirnar eiga að vera klárar 1. júlí 2012 en þær eru í byggingu. Í sumar verður svo gengið frá lóðinni og fullnaðar frágangur innan sem utan á að vera í síðasta lagi 1. september. Full ástæða er til að óska félagsmönnum til hamingju með glæsilegar íbúðir.