Í gær skrifuðu forsvarsmenn Framsýnar og Framhaldsskólans á Laugum undir nýjan stofnanasamning fyrir starfsmenn er starfa í bókasafni skólans. Samkvæmt gildandi kjarasamningi Fjármálaráðherra fh. ríkisjóðs og Starfsgreinasambands Íslands sem Framsýn er aðili að, ber aðilum að gera stofnanasamninga fyrir þau störf sem falla undir viðkomandi stofnanir. Framsýn er með nokkra slíka samninga í dag fyrir félagsmenn sem starfa hjá ríkinu.
Aðalsteinn Árni formaður Framsýnar og Valgerður Gunnarsdóttir skólameistari Framhaldsskólans á Laugum gengu frá nýjum stofnanasamningi í gær fyrir starfsmenn í bókasafni skólans.