Búið er að senda út launamiða til félagsmanna stéttarfélaganna sem fengu laun eða styrki úr sjóðum félaganna á síðasta ári. Tæplega 750 miðar fóru út sem sýnir vel umsvif stéttarfélaganna á svæðinu. Væntanlega eru ekki mörg fyrirtæki, sveitarfélög eða félagasamtök í Þingeyjarsýslum sem senda út fleiri launamiða en stéttarfélögin en innan félaganna eru rúmlega 2000 félagsmenn.