Hægt er að fá bústað Framsýnar á Illugastöðum leigðan í vetur um helgar eða virka daga. Töluverð ásókn hefur verið í bústaðinn í vetur og þegar fulltrúi heimasíðunnar kom við á Illugastöðum um síðustu helgi var verið nánast í öllum bústöðunum en þeir eru 32. Félagsmenn sem hafa áhuga á að fá bústaðinn leigðan eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við Orlofsbyggðina á Illugastöðum sem sér um vetrarleiguna fyrir félagið fyrir utan páskana. Síminn á Illugastöðum er 4626199. Framsýn sér um útleiguna um páskana. Töluverð ásókn hefur verið í bústaði stéttarfélaganna á Illugastöðum í vetur.