Samþykkt að kaupa íbúðir í Kópavogi

Stjórnir Þingiðnar og Framsýnar samþykku samhljóða á fundum sínum í gær að fjárfesta í fjórum nýjum íbúðum í Kópavogi fyrir félagsmenn. Mun hagstæðara er að kaupa nýjar íbúðir í Kópavogi en í Reykjavík. Framsýn kaupir þrjár íbúðir og Þingiðn eina. Fyrir eiga félögin fjórar íbúðir sem verða seldar. Nýju íbúðirnar sem eru í byggingu í Þorrasölum 1 til 3 í Kópavogi verða klárar í sumar. Félögin greiða fyrir þær 96 milljónir. Söluandvirði núverandi eigna er um 62,5 milljónir sem að mestu ganga upp í nýju eignirnar. Íbúðirnar eru sértaklega ætlaðar þeim sem þurfa suður vegna lækninga eða orlofs. Formönnum félaganna var falið að ganga frá kaupunum fyrir hönd félaganna.

Deila á