Landssamtök lífeyrissjóða samþykkti í júní 2010 að fela Magnúsi Péturssyni ríkissáttasemjara að skipa þriggja manna nefnda óháðra sérfræðinga til að fjalla um fjárfestingastefnu, ákvarðanir og lagaumhverfi lífeyrissjóða fyrir bankahrunið. Úttektarnefndin hefur nú skilað 4 binda skýrslu. Í skýrslunni er að finna yfirlit um starfsemi og tap lífeyrissjóðanna á árunum 2006-2009 (fyrir og eftir bankahrunið). Jafnframt hefur úttektarnefndin lagt fram tillögur til úrbóta. Í skýrslunni má sjá sérstaka umfjöllun um starfsemi og tap hvers lífeyrissjóðs fyrir sig. Skorað er á félagsmenn að skoða skýrsluna. Félagsmenn aðilarfélaga Skrifstofu stéttarfélaganna eiga m.a. aðild af eftirfarandi lífeyrirsjóðum:
Stapa, lífeyrissjóði, umfjöllun í 4. bindi, 35. kafli, bls. 139.
Lífeyrissjóði starfsmanna Húsavíkurkaupstaðar, umfjöllun í 3. bindi, 22. kafli, bls. 79.
Lífeyrissjóði starfsmanna sveitarfélaga, umfjöllun í 3. bindi, 26. kafli, bls. 139,
Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins, umfjöllun í 3. bindi, 25. kafla, bls. 111.
Sameinaða lífeyrissjóðnum, umfjöllun í 3. bindi, 33. kafla, bls. 93.
Stöfum, lífeyrissjóði, umfjöllun í 3. bindi, 34. kafla, bls. 115.
Gildi, lífeyrissjóði, umfjöllun í 2. bindi, 12. kafla, bls. 129.
Skýrsluna á nálgast á heimasíðu Landssamtaka lífeyrissjóða, www.ll.is, á eftirfarandi vefslóð, http://ll.is/?i=2&o=1377.