Stjórn og trúnaðarmannaráð Framsýnar kom saman til fundar í kvöld. Nokkur stórmál voru til umræðu s.s. skýrsla nefndar um starfsemi lífeyrissjóða, íbúðakaup í Kópavogi, kjarasamningsbundnar launahækkanir, hækkun fasteignagjalda, Vaðlaheiðagöng, mikilvægi Reykjavíkurflugvallar og flugsamgöngur við Húsavík. Tillaga kjörnefndar um menn í trúnaðarstöður fyrir félagið starfsárin 2012-2014 var samþykkt samhljóða. Þá var jafnframt samþykkt að álykta um nokkur mál og munu þær birtast á heimsíðunni á næstu dögum þar sem ákveðnum aðilum var falið að ganga frá þeim út frá umræðunum á fundinum.