Laun hækkuðu almennt 1. febrúar

Þann 1. febrúar hækkuðu launataxtar Verkalýðsfélags Þórshafnar og Framsýnar almennt um kr.11.000. Þá hækkuðu laun þeirra sem ekki fá laun samkvæmt útgefnum launatöxtum um 3,5% að lágmarki. Reiknitölur og föst álög eins og t.d. fastur bónus í saltfiski munu einnig hækka um 3,5% en þó ekki minna en um 10 krónur per tíma. Þetta þýðir að allur fastur bónus undir kr. 288 pr/klst hækkar um 10 krónur. Lágmarkstekjur fyrir fullt starf hækka einnig og verða kr.193.000 fyrir 173,33 stundir í mánuði eða 40 klst. á viku. Þeir sem ekki ná kr.193.000 á mánuði fyrir fullt starf ( 173,33 stundir + bónus + álagsgreiðslur innan dagvinnutíma ) skulu fá greiddar launauppbætur fyrir það sem upp á vantar.  Þeir hópar innan Framsýnar og Verkalýðsfélags Þórshafnar sem ekki hækka um þessi mánaðarmót eru starfsmenn sveitarfélaga og ríkisins. Hækkanir til þeirra koma um næstu mánaðamót. Búið er að uppfæra flesta taxtana á heimasíðu stéttarfélaganna framsyn.is. Þá er einnig að finna á heimasíðu  Starfsgreinasambands Íslands hér.

Deila á