VÞ styrkir tækjakaup

Á dögunum færði Verkalýðsfélag Þórshafnar heilbrigðisstofnuninni  á Þórshöfn myndarlega gjöf frá sjúkrasjóði félagsins. Um var að ræða gjafabréf kr. 500.000,- sem ætlað er til tækjakaupa en stofnunin festi nýlega kaup á röntgenmyndatæki og búnaði. Stjórn sjúkrasjóðsins taldi það verðugt verkefni að styðja við heilbrigðisþjónustu í heimabyggð og var gjöfin vel þegin. Það var Svala Sævarsdóttir formaður félagsins sem afhendi Haraldi Tómassyni lækni gjöfina.

Deila á