Gengið frá Stofnanasamningi

Í gær gengu fulltrúar Framsýnar og Heilbrigðisstofnunar  Þingeyinga frá nýjum stofnanasamningi fyrir félagsmenn Framsýnar sem starfa hjá HÞ. Samningurinn byggir á heimild í núverandi kjarasamningi fjármálaráðherra fyrir hönd ríkisins og Framsýnar- stéttarfélags (SGS). Þar er kveðið á um að heimilt sé að gera sérstaka stofnanasamninga fyrir starfsmenn á stofnunum  sem reknar eru á vegum ríkisins samkvæmt  ákveðnum reglum. Starfsmenn HÞ geta nálgast samninginn á skrifstofu félagsins.

Jón Helgi Björnsson framkvæmdastjóri HÞ og Aðalsteinn Árni formaður Framsýnar undirrituðu stofnanasamninginn í gær.

Deila á