Rétt í þessu var að ljúka félagsfundi hjá Þingiðn. Umræðuefni fundarins voru hugsanleg íbúðakaup í Reykjavík. Félagið á fyrir 25% eignarhlut í orlofsíbúð á Freyjugötunni á móti Framsýn- stéttarfélagi. Nokkrar íbúðir eru til skoðunar á höfuðborgarsvæðinu. Fundurinn samþykkti samhljóða eftirfarandi tillögu sem heimilar stjórn Þingiðnar að selja núverandi eignahlut í íbúð á Freyjugötu 10. Í staðinn verði fest kaup á einni íbúð á höfuðborgarsvæðinu.
Tillaga um íbúðakaup
„Félagsfundur í Þingiðn, félagi iðnaðarmanna í Þingeyjarsýslum, haldinn 28. janúar 2012 veitir stjórn félagsins fullt umboð til að selja 25% eignarhlut félagsins í núverandi íbúð að Freyjugötu 10a. Söluverðið gangi upp í nýja íbúð sem verði að fullu í eigu Þingiðnar á höfuðborgarsvæðinu.“
Jónas formaður Þingiðnar hefur unnið að því undanfarið að skoða hugsanleg kaup á íbúð fyrir félagsmenn á höfuðborgarsvæðinu. Hann gerði fundarmönnum grein fyrir stöðu mála í morgun.
Félagsmenn í Þingiðn eru áhugasamir um kaup á orlofs- og sjúkraíbúð fyrir félagsmenn á höfuðborgarsvæðinu. Félagsfundur var í morgun. Samþykkt var að kaupa íbúð fyrir félagsmenn.