Tilboð gert í fjórar íbúðir

Framsýn hefur ákveðið að gera tilboð í fjórar íbúðir í Þorrasölum í Kópavogi sem er rétt við Smáralindina. Þingiðn mun ákveða á félagsfundi næsta laugardag hvort þeir taka þátt í kaupunum eða ekki en sterkur vilji er innan stjórnar félagsins að fjárfesta í einni íbúð. Hver íbúð er um 80 til 100m2, fyrir utan bílakjallara sem fylgir íbúðunum.  Íbúðirnar verða afhendar í sumar frágengnar með gólfefnum. Upp úr næstu helgi kemur svo í ljós hvort samningar takast milli byggingaverktakans og stéttarfélaganna um viðskiptin en félögin hafa lagt áherslu á að verktakinn  taki íbúðir félaganna upp í kaupin enda gangi þau eftir. Skoða íbúðir: http://afhus.is/verk/thorrasalir1-3/

 

Fulltrúar Framsýnar og Þingiðnar, Jónas, Aðalsteinn og Kristbjörg fóru suður í gær og skoðuðu íbúðirnar auk þess að funda með verktakanum. Með þeim á myndinni er Sigmar Stefánsson sem er sérlegur ráðgjafi  félaganna varðandi kaupin á íbúðunum. Þess má geta að íbúðirnar eru á fallegum stað í Kópavogi enda í jaðri útivistarsvæðis Garðabæjar og Kópavogs.

Deila á