Kjörnefnd Framsýnar vinnur að því að stilla upp í trúnaðarstöður í félaginu fyrir næstu tvö ár. Reiknað er með að aðalfundur félagsins verði haldinn í mars næstkomandi. Ákveðið hefur verið að leita leiða til að fá ungt fólk í auknum mæli til starfa innan félagsins. Ungt fólk er skilgreint sem fólk innan við 35 ára aldur. Hér með er skorað á ungt fólk sem hefur áhuga fyrir verkalýðsmálum og starfsemi Framsýnar að setja sig í samband við formann kjörnefndar, Ágúst S. Óskarsson á Skrifstofu stéttarfélaganna sem fyrst.