Barnaból fær veglegar gjafir

Börnin á leikskólanum Barnabóli fengu á dögunum óvæntan glaðning, þegar Sturla Einarsson, skipstjóri á Guðmundi VE, kom í heimsókn hlaðinn veglegum gjöfum; s.s. glænýrri myndavél og leikföngum. Gjafirnar voru keyptar fyrir vinnulaun Sturlu þegar hann leysti af á krana í uppskipun fyrr í haust og mælti svo fyrir um að launin skyldu renna óskipt til Barnabóls. Halldóra Friðbergsdóttir var síðan Sturlu innan handar með að velja gjafir fyrir vinnulaunin, sem námu um 60 þúsund krónum. Sturla hlaut góðar móttökur þegar hann heimsótti börnin á Barnabóli og afhenti þeim gjafirnar. Fékk hann að launum skrautlega fiska sem börnin höfðu klippt út og litað og notað til að skreyta leikskólann í tilefni heimsóknar þessa örláta skipstjóra. (langanesbyggd.is)

Deila á