Framsýn fjallar um stöðu kjarasamninga

Boðað hefur verið til fundar í stjórn og trúnaðarmannaráði Framsýnar miðvikudaginn 11. janúar kl. 17:15 í fundarsal félagsins. Mörg mál eru á dagskrá fundarins en aðalmál fundarins verða kjaramál og hvort segja eigi kjarasamningum upp í janúar eins og heimilt er hafi samningsforsendur ekki staðist. Sjá dagskrá:

 Dagskrá:

 1. Fundargerð síðasta fundar
2. Inntaka nýrra félaga
3. Kosning kjörnefndar v/uppstillingar í trúnaðarstöður félagsins
4. Formannafundur ASÍ/ Kjaramál
5. Formannafundur SGS
6. Félagsaðild að stéttarfélögum
7. Rekstraráætlun félagsins 2012
8. Aðalfundir deilda félagsins
9. Kostnaður vegna funda í Reykjavík
10. Heimild formanns til styrkja/aðstoðar
11. Stjórnarkjör í Stapa
12.  Mæting á stjórnarfundi 2011/yfirlit
13. Velferðarsjóður Þingeyinga
14. Útsending fundargerða
15. Önnur mál

Deila á